Lýðveldið sjötugt.

Það var í rigningu og sudda sem menn komu saman á Þingvöllum þarna um árið til að stofna lýðveldi. 

Eftir að lýðveldisstofnun hafði verið samþykkt í einskonar rússneskri þjóðaratkvæðagreiðslu rumpuðu menn saman í flýti stjórnarskrá þar sem virtist verða gert ráð fyrir einhversskonar þjóðkjörnum kóngi. 

Reyndar höfðu víst einhverjir viljað bjóða Vilhjálmi Stefánssynir landkönnuði að gerast kóngur yfir Íslandi.  En lýðveldið var samþykkt og stjórnarskrá sem skyldi vera til bráðabirgða og enn í dag búum við við þessa bráðabyrgðarstjórnarskrá 70 árum seinna. 

Höfundar lýðveldisstjórnarskrárinnar bjuggu vissulega ekki yfir þeirri þekkingu á stjórnmálafræði og stjórnmálaheimsspeki sem við gerum í dag og þar af leiðandi varð forsetaembættið að einhversskonar undarlegum bastarði eins og í ljós kom þegar Ólafur Ragnar gerði 26. greinina virka, án þess að nokkrum hefði dottið það í hug að slíkt væri hægt. 

Þetta er svosem í stíl við það hversu fáránlegt fyrirbæri lýðveldið Ísland að mörgu leyti er.  Með ríkjandi efnahagsstefnu sem við svo sannarlega getum kallað "þetta reddast". 

Öðru hverju er blásið til mikillar svallveislu þar sem Elton John og fleiri góðir skemmta og eftir eru timburmennirnir svo hrikalegir að þjóðin fær vart risið undir og enn í dag er verið að dúka veisluborðin.  Menn eru að dúkka upp kraga af kísilverum allt í kringum Reykjavík ásamt tilheyrandi byggingarframkvæmdum, segir enda Dagur að Reykjavík muni draga hagvaxtarvagninn á næstunni. 

En einhvernveginn finnst manni svo lítið fara fyrir hátíðarhöldum á þessu merkisafmæli.  Það eru þessar blessuðu barnaskemmtanir, útitónleikar, kandífloss og anditsmálun.  Lýðveldið sjálft er gleymt og grafið í glaumnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband