27.5.2014 | 18:27
Ský yfir Evrópu.
Kolgrá ský grúfa yfir Evrópu þessa dagana.
Kolsvört regnský með eilítið brúnlitum fasistablæ.
Í nýliðnum kosningum til evrópuþings unnu mikið á allskyns flokkar sem hafa á stefnuskrá sinni innflytjendahatur, andstöðu við Evrópu og þjóernislýðskröm.
Sumir þessir flokkar daðra við fasismann.
Ýmsar skýringar eru á þessu en e.t.v er sú skýring nærtækust að evrópusambandið og alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafa gengið svo hart fram við lausn bankakreppunnar að nærri gengur kjörum alþýðuflólks og sagan sýnir okkur því miður að fólkið flýr á vald allskyns skrípakalla og öfgamanna sem boða engar lausnir, bara upphrópanir og öfgar.
Gegn þessu standa unnendur frelsis, mannréttinda og mannúðar ráðþrota og jafnvel hér á Íslandi er daðrað við þetta, einkanlega í Framsókn, samanber moskumálið í Reykjavík og því ber ekki að neita heldur að Sjálfstæðisflokkurinn er örlítið farinn að bera keim af þessum þjoðernisöfgasinnum, er farinn að gæla við fámenna sérhagsmunahópa og einangrunarsinna.
Vonandi ber Íslenska þjóðin gæfa til, nú á sjötugsafmæli lýðveldisins, til að hrinda þessari ógn og gerast fyrirmynd annara um mannúð, réttlæti, mannréttindi og gagnsæi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.