Asnaleg stjórnsýsla.

Nú á heldur betur að hagræða í ríkisrekstrinum, ekki vanþörf á ef til eiga að vera peningar til að borga alla skuldaleiðréttinguna hjá ríka fólkinu. 

Eitt af því sem verið er að gera í hagræðingaskyni, er að fækka verulega sýslumönnum og lögreglustjórum svo þeir verða ekki nema þetta 8 eða 9 af hvorutveggja. 

En útkoman úr þessu verður í raun frekar asnaleg stjórnsýsla. 

 Það kvað víst eiga að láta lögreglustjóra og sýslumann sitja á sitthvorum stað í viðkomandi umdæmi, þó þeir heyri báðir undir sama innanríkisráðherrann, því auðvitað gleymdist að skilja að ráðuneyti dómsstóla og innanríkis þegar skilið var á milli lögreglustjórnar og dómsvalds, eftir hinn fræga dóm mannréttindadómsstóls Evrópu. 

Og svo virðist sem ekki þurfi endilega löglærðan mann til að gegna sýslumannsembætti lengur og maður spyr sig hvers vegna ekki er tekið upp bein eða óbein kosning sýslumanns í hverri sýslu.

 Með öðrum orðum að gera sýslurnar að sjálfstæðum einingum þegar þæru eru orðnar svona stórar. 

Nei, menn ætla enn að halda í gömlu góðu miðstýringuna sem tekin var upp með stjórnarskránni 1874.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fógetinn páfastýrði og frímúraði á Skúlagötunni, sér um að stjórna svikulum dómstólum, sem síðan hóta/kúga og stjórna ráðherrum og þingmönnum!

Rót vandans ætti að vera aðalumfjöllunarefnið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2014 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband