Fljúgandi frekjugangur.

Svo það á að setja lög á flugmenn.

  Þessi fljúgandi frekjugangur þeirra á ekki mikla samúð hjá almenningi og því tekur ríkisstjórnin þá áhættu að setja lög, þó svo að óvíst sé um viðbrögð manna í útlandinu.  Líklegt er að stjórnarandstaðan verði ekki mikil hindrun, enda óvíst að hún græddi mikið á að vera með andúð.  Sjálfsagt mun hún þó tala eitthvað um hinn heilaga verkfallsrétt, og ekki er að heyra á Ögmundi að hann muni greiða þessu atkvæði. 

Vissulega er verkfallsrétturinn heilagur, en það er nú svo að jafnvel helgustu hluti má misnota og vissulega sýnist manni svossem flugmenn ekki vera meðal þeirra sem mest þurfa á kjarabótum að halda, enda hafa þeir líka fengið einhvern glaðning frá stjórnvöldum, eins og annað hátekjufólk í landinu, hina síðustu daga. 

En það er umhugsunarvert hvernig fámennir hópar launþega, oft með bærilegar tekjur, geta sett allt á annan endann með mis raunsærri kröfugerð.  Maður hefur sossem enga samúð með Icelandair og auðvitað særir það réttlætiskennd manna að þeir skuli hafa hækkað laun stjórnarmanna hægt og hljótt.  E.t.v væri best á þá að lög yrðu sett þar sem lögfestar yrði ítrustu kröfur flugmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband