Pollarnir áfram.

Íslensk leikskólabörn kætast ákaflega þessa dagana.  

Það sem fæsta óraði fyrir gerðist.  Pollapönkið komst upp úr riðlinum og Felix Bergsson fékk næstum því áfall af undrun, og nú stíga Pollapönkararnir á sviðið í þessari afdönkuðu skipasmíðastöð sem búið er að breyta í tónleikahöll og fóru herlegheitin að sögn, 45 milljónir, ekki íslenskra platkróna, heldur danskra ekki platkróna, fram úr áætlun. 

Það er urgur í mörgum dönum út af eyðslunni, ekki síst landsbyggðardönum sem þykja DR vera allt of Kaupmannahafnarsinnað.  Kannist þið við þetta, þið sem búið við Útvarp Reykjavík? 

 En sagt er, að til er stór og myndarleg íþróttahöll í Herning á Jótlandi og í dag horfum við upp á það sem er alltaf árvisst á Íslandi, við erum svo hrikalega góð í tónlist sem öðru og hljótum því að sigra léttilega í Eurovision. 

Spurningin er hinsvegar, hvað við ætlum að gera ef við álpumst til að vinna?  Ekki er ólíklegt að Magnús Geir, sem sjálfur skrapp til Köben á dögunum, verði undir þrýstingi að halda keppnina hér, þó svo það setji Ríkisútvarpið á hausinn og líklega þjóðfélagið líka. 

Dramb er líklegast til falls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband