Framsóknarflugvöllurinn.

Þá eru þeir framsóknarmenn loksins búnir að ráða einhverja bót á klúðrinu með hann Guðna og það e.t.v. með öðru klúðri. 

Sagt var að Guðni hafi ekki viljað fara fram vegna þess að þeir hafi ekki viljað hafa flugvallarvinina með, en nú kemur upp úr dúrnum að flugvallavinirnir hafa líklega alltaf verið inn í myndinni, nema þeir hafi allt í einu verið teknir inn í örvæntingu. 

Framsókn stendur nefnilega í þeirri trú að þetta flugvallarmál sé eitthvað kosningamál í vor og hugsanlega hefur þeim tekist að koma því á dagskrá um stund.  Þetta er þó mál sem í rauninni skiptir engu máli og að miklu leyti bara stormur í vatnsglasi.  Flugvöllurinn mun líklega verða þarna í Vatnsmýrinni meðan að stjórnsýslan á Íslandi er svona miðstýrð eins og hún er. 

Staðreyndin er nefnilega sú að innanlandsflugið er það dýrt að það nota nánast engir nema þeir sem þurfa annaðhvort að erinda í stjórnsýslunni eða leita sér lækninga.  Líklega eru alltaf 2/3 farþega í innanlandsfluginu sem ekki greiða sjálfir fyrir sitt far, en vissulega er þæginlegt að hafa völlinn þarna fyrir alþingismenn og aðra sem geta skroppið heim í kjördæmin og aftur til baka á kostnað skattborgaranna sama dag. 

Það er of mikið í húfi fyrir reykvíkinga sjálfa til þess að þeir láti flugvöllinn fara.  Brotthvarf flugvallarins úr Vatnsmýrinni þýðir uppstokkun á öllu stjórnkerfi og heilbrigðiskerfi landsins og þetta verður erfitt að gera vegna þess að kostnaður við að byggja upp í Vatnsmýrinni verður hár þar sem byggja þarf upp í mýrlandi.

Framsóknarflugvöllurinn un líkega standa næstu áratugina með sínum hálfhrundu kofum sem kallaðir eru flugstöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband