18.3.2014 | 18:34
Harpan og hálendið.
Fyrir u.þ.b klukkutíma var útvarpað á rás 2 frá heljar miklum blaðamannafundi í Hörpu í tilefni af tónleikum sem þar eiga að vera í kvöld til styrktar Náttúruvernd.
Þar talaði m.a. hin þekkta söngkona Patty Smith fjálglega um fegurð íslenskrar náttúru, en í gegnum hugann flaug hvort hún hafi mikið meira séð yfir höfuð af íslenskri náttúru en Hörpuna og þessa meintu eftirlíkingu af hraundröngunum í Öxnadal, sem er turninnn á Hallgrímskirkju.
Á þessum sama blaðamannafundi var tilkynnt að Hagkaupsfjölskyldan ætlar að leggja fram 24 milljónir í sjóð sem hvað miða að því að miðhálendi Íslands verði gert að þjóðgarði. Það er svosem ágætt að gera miðhálendið að þjóðgarði, jeppaliðið úr Reykjavík fær þá að bruna um þarna inneftir til að detta íða í friði án þess að vera truflað af einhverjum virkjanasinnum og dóti.
Auðvitað verða sett upp hlið til að rukka fyrir aðganginn en varla verður gjaldið nógu hátt til að koma í veg fyrir fjöldaferðamennsku á hálendinu sem hlýtur að aukast með tilkomu þjóðgarðsins og hvar verður þá kyrrðin og víðernið? Allt vaðandi í túristum, menn sjá fyrir sér einn veitingastað hér, eitt tjaldstæðið þar og enn eitt lúxushótelið á þriðja staðnum.
Maður spyr sig, verður þetta ekki sama mengunin og ef farið væri að virkja. Og þegar allt kemur til alls verður ekki að nýta náttúruauðlindirnar ef menn ætla að byggja mörg náttúrurfyrirbæri á borð við hina dýru fögru Hörpu, sem stendur við Reykjavíkurhöfn, staurblankri þjóðinni til dýrðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.