2.3.2014 | 17:42
Ómöguleiki raunveruleikans
Stjórnmálaumræðan á Íslandi í dag er alveg einstaklega fyndin. Raunveruleikinn er sagður vera ómögulegur. Menn segja ómögulegt að efna kosningaloforð sem gefin voru í vor þó svo að stór hluti þjóðarinnar kalli á efndir. Og skýringin er: Menn telja sig ekki geta fylgt eftir ákvörðun þjóðarinnar. Stjórnin sé á móti Evrópusambandinu og geti þar af leiðandi ekki verið í aðildarviðræðum við það.
Gott og vel, þjóðin er handhafi valdsins, það er frá henni komið. Ef þjóðin samþykkir í atkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum skuli haldið áfram, hlýtur það að sjálfsögðu að leiða til þess að annað hvort verður núverandi ríkisstjórn að lúta vilja þjóðarinnar eða ef hún ekki vill það verður hún að segja af sér. Slíkt myndi væntanlega hafa í för með sér að mynduð yrði minnihlutastjórn Evrópusinna í Samfylkingu og Bjartri framtíð til dæmis, varin af Vinstri grænum og ef til vill einhverjum Evrópusinnuðum sjálfstæðismönnum. Þessi ríkisstjórn myndi væntanlega ljúka viðræðum með samningi, sem síðan yrði borinn undir þjóðina. Félli hann þar myndi þessi ríkisstjórn að sjálfsögðu segja af sér og boðað yrði til þingkosninga í kjölfarið.
Þetta er leið sem ekki hefur svo vitað sé verið rædd en hún virðist vera sú sem hvað best er út úr vitleysunni nema menn ætli að sættast á þá málamiðlun að þetta verði látið dankast og kljúfa þjóðina næstu þrjú árin.
Athugasemdir
Skortir ekki eitthvað a þitt raunveruleikaskyn? Ætlar þú að knýja ríkistjorn sem er á móti inngöngu í ESB auk eins stjornarandstöðuflokks, til að semja um inngöngu í sambandið?
Og það að kröfu fjórðungs kosningabærra manna?
Í 21. Grein stjórnarskrár segir:
"Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til."
Það er öllum ljóst sem eitthvað hafa kynnt sér málin að það er ekki um neitt að semja nema hversu hratt eða hægt þú tekur upp allar reglugerðir og samþykktir sambandsins.
Ef það er eitthvað í orðunum NOT NEGOTIABLE sem þú skilur ekki, þá endilega láttu mig vita.
Þú getur líka sagt mér hvað stækkunarstjóri sambandsins meinar með orðunum:
THERE ARE NO PERMANENT DEROGATIONS FROM THE EU AQUIS.
Þér er annars velkomið að halda því fram að allir aðrir en skoðanabræður þínir skorti raunveruleikaskyn, án þess að skýra það frekar. Það dæmir sig auðvitað sjálft.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2014 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.