Evrópufjör.

Það er mikið Evrópufjör á þingi þessa dagana. 

Verið er að ræða skýrslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem utanríkisráðuneytið pantaði frá hagfræðistofnun og mun hafa greitt fyrir 25 milljónir.  En nú virðist allt í einu ekkert eiga að taka mark á þessu dýra orði. 

Í skjóli nætur var sl. föstudagskvöld dreift með sms, tillögu frá utanríkisráðherra um slit viðræðna.  Ekki fylgdi sögunni hvernig þeir þingmenn sem ekki eiga gemsa fengu tillöguna, en hvernig sem því var varið skyldi tillagan strax á dagsskrá.  Hún hefur þó ekki enn komið til umræðu að fullu vegna þess að menn eru að ræða hin þörfustu mál eins og fundarstjórn forseta, störf þingsins, meint stjórnarskáarbrot og annað því um líkt meðan mótmælendur lemja blikkdósir á Austuvelli. 

Hver sem skoðun okkar kann að vera á Evrópusambandinu hljótum við að vera sammála um að einstaklega  klaufalega hefur tiltekist hjá ríkisstjórninni með þeim afleiðingum að nú heimta allir þjóðaratkvæði, jafnvel þeir sem á móti Evrópusambandinu eru. 

Verður að telja að ástæðan fyrir þessu sé hversu óreyndir ráðherrar eru og jafnvel vanhæfir, að taka við ráðleggingum frá blómaskreytingadömum og bóndadurgum úr Skagafirði er ekki vænlegt til árangurs í máli þar sem þörf er til víðtækrar þekkingar og yfirsýnar.  En menn eru því miður allt of uppteknir við að sýna mátt sinn og meginn, skítt með fjárans þjóðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband