5.2.2014 | 18:04
Eiturgræna afturhaldið.
Í vitum flestra er litur íhaldsins blár.
Menn tala um bláskjá, bláu höndina og annað í þeim dúr. En nú er svo komið að nýtt íhald er komið fram á sjónarsviðið, að þessu sinni eiturgrænt að lit.
Réttara væri þó að tala hér um afturhald frekar en íhald, því þetta eiturgræna afturhald hefur sýnt sig að saman standa að kyrrstöðu þjóðrembu og afturhaldssemi ýmiskonar, t.d. á sviði heilbrigðismála og forvarnarmála, þar sem menn slá sjálft bláa íhaldið alveg út af laginu.
Nýjasta dæmið um þetta afturhald var nú í síðustu viku þegar þetta lið braut alla gerða samninga og kom í veg fyrir að vinsæll og mætur rithöfundur Pétur Gunnarsson næði kjöri í stjórn Ríkisútvarpsins. En í staðinn náði kjöri einhver framsóknarlúði sem enginn veit neitt um nema hvað hann hefur eitthvað nöldrað yfir fréttastefnu Ríkisútvarpsins.
Þessi yfirgangur framsóknarmanna er alveg óskaplega gamaldags, nú á tímum sátta og samstöðu. Framsóknarmenn stóðu að því samkomulagi sem gert var við fjölgun fulltrúa í stjórninni að annar nýju fulltrúanna kæmi frá stjórnarandstöðu, en líklega hefur þeim ekki þótt hagsmunagæslan nógu öflug og því varð að beyta ofbeldi. Framsóknarlúðinn skyldi inn, hvað sem tautaði og raulaði og menn eru nýbúnir að gleyma þeirri sátt sem líka fékkst þegar einróma var valinn nýr útvarpsstjóri, að flestra dómi besti og hæfasti umsækjandinn og það þótt sjálfstæðismaður væri. Því verður að telja þennan gjörning framsóknarmanna til marks um óseðjandi valdafíkn og siðleysis sem ekki má líðast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.