Sigmundur er villtur.

Það þykir ekki sérlega viturlegt að ana upp á öræfi um hávetur, illa klæddur, illa nestaður og illa búinn fjarskiptatækjum. 

Þetta henti þó hann Sigmund okkar forsætisráðherra á sunnudagsmorguninn.  Hann óð inn á Sprengisand algjörlega vanbúinn, varð enda fljótt villtur og stjórnandinn átti í hinum mestu vandræðum að beina honum til byggða, enda hríðin dimm. 

Aumingja manninum tókst þannig ekki að sannfæra bótaþegann um það að hann stæði betur með nýju fjárlögunum en áður.  Eitthvað var skuldaleiðréttingin líka þokukennd en verst var þó hríðin þega kom að verðtryggingunni. 

Svo hlálega vill til að ef við lesum skýrslu þessa vinahóps ráðherrans gaumgæfulega kemur í ljós sú niðurstaða að það er ekki hægt að afnema verðtrygginguna hvorki eftir tvö ár eða fyrr, nema með því að umbylta efnahagskerfinu gjörsamlega og hliðarráðstafanirnar sem gera þarf strax munu að öllum líkindum annaðhvort setja ríkissjóð eða bankakerfið á hausinn. 

Staðreyndin er sú að við munum búa við verðtryggingu í einu eða öðru formi meðan við ekki búum við einhverskonar alvöru gjaldmiðil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband