Írafár

Mikið írafár gekk yfir íslenskan landbúnað nú á dögunum. 

Í ljós kom að Mjólkursamsalan hafði flutt inn írskt smjör til að fullnægja óvæntri eftirspurn út af lágkolvetnaæði því sem nú geysar um heimsbyggðina. 

Að sjálfsögðu voru þeir Samsölumenn ekki svo hugmyndaríkir að þeim dytti í hug annaðhvort að auka mjólkurkvótann eða veita einhverjum aðilum leyfi til þessa innflutnings.  Nei heldur eyddu menn 50 milljónum í að kaupa þetta sjálfir, milljónum sem sjálfsagt koma inní útreikninga á mjólkurverði næst þegar þeir verða gerðir. 

Alltaf sama einokunin og kvótasetningin á öllum sköpuðum hlutum.  Bændur þræla nótt sem nýtan dag, en almenningur borgar samt okurverð þó svo lítið fari til bóndans og að sjálfsögðu voru menn ekkert að gæta þess að merkja írska smjörið.  Veit ekki hvort það er eitthvað öðruvísi á bragðið en hið innlenda því engar bragðprófanir fóru fram. 

Er nú ekki kominn tími til að íslenskur landbúnaður komist úr spennitreyju hafta einokunnar og dýrtíðar?  Peningunum fyrir okkar hreinu og góðu landbúnaðarafurðir er miklu betra komið í vasa bændanna sjálfra en í vasa hvítflibbakarlanna í Reykjavík sem maka krókinn á óréttlátu og gamaldags kerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband