Öfugmælavísur.

Öfugmælavísur er velþekkt fyrirbrigði í íslenskum kveðskap. 

Nokkrar slíkar mátti heyra á öldum ljósvakans nú í kringum upphaf þessa árs, sem markar sjötugsafmæli íslenska lýðveldisins. 

Af því tilefni bætti forsætisráðherrann okkar nokkrum dropum af sterkri þjóðarrembu út í kokteil, sem saman stóð að hverkyns öfugmælum og rangtúlkunum.  Ný sókn í nýsköpun og menningu, sem felst í því fyrst og fremst að skera niður við trog framlög til dæmis til vísindasjóða og kvikmyndagerðar,  en segjandi auðvitað að framlögin hafi aldrei verið hærri.  Sóknin í velferðar- og heilbrigðismálum felst fyrst og fremst í því að hækka gjaldskrár og draga úr kostnarðarhlutdeild hins opinbera. 

 Forsetinn okkar sló að vissu leyti á svipaða strengi daginn eftir á Bessastöðum þar sem saman var hrært goðsögninni um samstöðu og loftköstulum um stórasta landið á norðurslóðum, meðan forstöðumaður einhverrar norðurslóðastofnunnar í Reykjavík lyktaði af metnaðarleysi og einangrunarhyggju. 

Sjötugasta afmælisár íslenska lýðveldisins byrjar með þessu venjulega íslenska sundurlyndi og ístöðuleysi þar sem lítilmagninn er fyrsta fórnarlambið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband