Öfgajól.

Það er stund milli stríða. Jólin afstaðin og handan við hornið eru áramótin með tilheyrandi sprengingum og kampavínsþambi. 

Það er annars merkilegt hvað allt jólahald á Íslandi er í eðli sínu óskaplega öfgafullt.  Menn raða í sig dýrindis kræsingum, að sjálfsögðu alltaf með samviskubit út af óhollustunni, enda fyllast líkamsræktastöðvarnar af áköfum iðkendum, sem púla og púla strax á annan í jólum. 

Snjallsímar voru víst í mörgum jólapökkum, ásamt lífstílsbókum hverskonar og þá tók áfengissala drjúgan kipp, ekki síst sala á jólabjór sem víða seldist upp og auðvitað var þá löng biðröð á Vogi, því allir þurftu að rjúka í meðferð eftir alla drykkjuna.  Patentlausnir eru auðvitað allra bestu lausnirnar. 

Þá má geta þess að sumir eru svo að drepast úr kvíða yfir öllu tilstandinu að neysla þunglyndislyfja margfaldast.  En nú er þetta liðið og við taka áramótin með sínum áramótamótaheitum, sem engin stendur lengur við en í svona tvær til þrjár vikur og nokkrir milljónatugir springa út í öllum regnbogans litum...jú þannig fjármögnum við björgunarsveitirnar sem stundum eru kallaðar út jafnvel á aðfangadagskvöld, til að leita að einhverjum fáráðlingum sem týnt hafa sjálfum sér í einhverju óveðrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband