Jólasveinapólitík.

Þá er búið að draga tjaldið fyrir sviðið í leikhúsinu við Austurvöll, þar sem hin árlega jólasýning var að enda.  Nokkurn veginn eftir sama handriti og undanfarin síðustu ár.  Öfugt við hina venjulegu jólasveina, sem nú streyma til byggða, eru jólasveinarnir við Austurvöll roknir heim í kjördæmin og koma ekki aftur fyrr en í janúar. 

Að vanda voru ýmsar uppákomumur.  Ríkisstjórnin kom fram með tillögur, etv að þessu sinni í óvægnasta lagi, sumar sennilega hugsaðar sem skiptimynt í samningum við stjórnaraðstöðuna, enda kom á daginn að sumar þær ósvífnustu voru dregnar til baka eins og t.d. innritunargjöldin og lækkun á barnabótum. 

Nógu mikið stóð þó eftir, m.a var pizzuveislu hátekjufólksins nær alveg haldið til streitu og fast staðið gegn allri leiðréttingu fyrir tekjulægsta fólkið, sem nú má aðeins éta það sem úti frýs, og hjálparstofnanir geta nurlað saman.  Á sama tíma eru snjallsímar víst algeng jólagjöf og golfferðir sumarsins að seljast upp. 

Jólasveinarnir sjá svo sannarlega um sína, en það eru sveitastjórnarkosningar í vor og vonandi gefa menn yfirvöldum einhverja áminningu. 

Að þessu mæltu er aðeins eftir að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband