25.11.2013 | 21:06
Ódýrt í Kína.
Ţađ kvađ vera ódýrt í Kína.
Sendingarnar streyma til landsins af vörum sem pantađar eru ţađan á netinu og skýringin á ţví er nćsta einföld, ţessar vörur eru miklu ódýrari en í verslunum hér. Skiptir engu máli ţó vörurnar séu oft meira eđa minna falsađar, ţćr eru ţađ mikiđ ódýrari ađ fólk er fúst ađ taka áhćttuna.
Umbođsađilar fínu vörumerkjanna kveinka sér auđvitađ yfir ţessu og tala fjálglega um fölsuđ vörumerki, barnaţrćlkun og ţví um líkt. En stundum finnst manni ţeir mćttu ögn líta í eigin barm. Vissulega getur vara veriđ dýr, einfaldlega vegna ţess ađ hún heitir Nike eđa eitthvađ annađ án ţess ađ hún sé endilega eitthvađ betri en sambćrileg vara sem ekki heitir eitthvađ fallegt.
En viđ ţetta bćtist ţađ gífurlega okur sem hér viđgengst í verslun vegna gífurlegra offjárfestinga, td. ţessari áráttu ađ vera međ verslun bćđi í Kringlunni og Smáralind og borga háa leigu á báđum stöđum. Smáralindin reyndar ein alsherjar offjárfesting útaf fyrir sig. Ţá hljómar allt taliđ um barnaţrćlkun stundum dálítiđ hjáróma.
Á allra vitorđi er ađ mörg af fínu vörumerkjunum láta framleiđa fyrir sig í löndum á borđ viđ Kína, Bangladesh eđa Indland, ţar sem barnaţrćlkun er landlćg og menn selja vörurnar dýrum dómum á vesturlöndum. Gróđinn fer ekki til hálfsoltinna barnanna í Bangladesh eđa Kína heldur til fína jakkafataklćddu braskaranna sem sitja viđ tölvuskjáina í New York, London eđa bara Reykjavík.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.