14.11.2013 | 18:30
Fjölskyldukauphöll.
Næstkomandi laugardag stendur til að halda í prumpháskóla þeim sem kennir sig við Reykjavík, einhverja uppákomu sem nefnd er Kauphallardagur og snýst víst aðallega um það að kenna mönnum það hvernig helst sé hægt að græða á kauphallarbraski og auðvitað er uppákoman fjölskylduvæn, eins og mjög er í tísku þessa dagana.
Börnin fá að leika sér í sýndarveruleika allskyns tölvuleikja, en auðvitað er hér í raun og veru verið að ala þau upp sem gróðrafíkla, en vitanlega er kaupahallarbrask ekkert annað en fjárhættuspil fína fólksins og þó svo einhverjir vinni stundum góðar fúlgur þá gildir hér eins og í öllu öðru fjárhættuspili að flestir tapa og margir stórt þar sem bankinn hlýtur alltaf að vinna.
Menn hafa talað fjálglega um spilavanda en eru á sama tíma með ríkisstyrk að ala upp spilafíkla, meðal annarra orða....hvers vegna dettur engum í hug að spara með því að hætta ríkisstyrk til stofnunar sem hefur að markmiði að kenna fólki að græða?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.