Gestir fara heim.

Í fyrra var á dagskrá Rásar 2 vinsæll þáttur sem nefndist "Gestir út um allt" og var hann sendur út frá Hofi á Akureyri.  En svo virðist sem nú séu gestirnir farnir heim.  Af einhverjum ástæðum hafa menn ekki séð ástæðu til að hafa þennan þátt áfram á dagskránni, þrátt fyrir vinsældir hans, enda var hann að ýmsu leyti svolítið öðruvísi, ef svo má segja. 

Afleiðingin er sú m.a. að nokkur samdráttur virðist vera í rekstri Hofs, ekki síst veitningastaðarins, sem mjög naut góðs af útvarpsþættinum.  Svo virðist sem hér sé enn eitt dæmið um það hvernig verið er að festa Útvarp Reykjavík enn í sessi.  Sú stefna sem Palli tók þegar farið var að skera niður, þ.e.a.s að byrja á landsbyggðinni virðist ætla að halda áfram.  Ekki svo að Ríkisútvarpið sé eins blankt og það vill vera láta þó svo að Illugi vilji kasta því á auglýsingamarkað eftir að hafa gerð það pólitískt.  A.m.k virðast vera nógir peningar til að kosta hverskyns sprikl og sprell a.m.k meðan það fer fram í Reykjavík og er undir stjórn þóknanlegra umsjónarmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband