Í skjóli nætur.

Þjóðin var víst ekki öll í fastasvefni aðfararnótt þriðjudagsins 29.október.  Í skjóli nætur byrjaði KSÍ í gegnum miði.is að selja miða á landsleik íslendinga og króata þann 15.nóveber, í krapa og kulda Laugardalsvallar.  En þrátt fyrir vosbúðina fyrirhuguðu seldust miðarnir upp á nokkrum tímum án þess að nokkur vissi að yfirhöfuð ætti að selja þá. 

Öllu alvarlegra myrkraverk var það þó þegar 17 albönum var laumað úr landi með einhverri flugvél sem Evrópusambandið lét í té og var nú víst ekki of gott þó menn almennt vilji hvorki heyra það né sjá.  Voru í hóp þessum m.a. kona komin langt á leið og barn fætt á Íslandi, sem sjálfsagt á samkvæmt alþjóðarlögum einhvern þegnrétt hér.  En Hanna Birna og útlendingastofnun hennar eru ekkert að fást við svona smámuni. 

Íslandi skal halda hreinu frá hvers kyns óværu.  Það kostar samfélagið milljónir að halda uppi þessari heimskulegu síu gagnvart útlendingum í landi sem er stórt, víðlent og hefur sára þörf fyrir fólk, þó ekki sé nema að koma í veg fyrir úrkynjun þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband