24.10.2013 | 17:41
Um efni fram.
Fyrir nokkru var að þvælast um á Spengisandi hagfræðingsnefna ein, gott ef ekki sá sem eitt sinn var helsti ráðgjafi Davíðs nokkurs Oddssonar. Þessi hagfræðingur kom með gömlu gatslitnu plötuna, sem ofspiluð var hér fyrir nokkrum árum, um að þjóðin hefði lifað um efni fram. Vel má vera að þjóðin hafi lifað um efni fram en helsta dæmið sem hagfræðingurinn tók, var ekki mjög sannfærandi. Hann talaði um alla fínu barnaskólana sem reistir hefðu verið vítt og breytt um landið í plássum sem síðar höfðu lögst meira og minna í eyði. Vel má vera að þarna hafi verið eytt um efni fram, en þegar betur er að gáð þá er sú eyðsla lítilvæg miðað við ýmislegt annað. Það væri fróðlegt að sjá hvað þjóðin hefur eytt miklu í arðlaust verslunarhúsnæði, allskyns Kringlur og Smáralindir, allar Hörpurnar og ráðhúsin sem engu skila. Líklegt er að ef þessar byggingar hefðu ekki verið reistar gætum við nú verið með fullkomið heilbrigðis-og menntakerfi og samgöngukerfi sem ekki væri eins og aftan úr miðöldum. Við íslendingar höfum etv lifað um efni fram, þó er sennilega frekar hægt að segja að við höfum forgangsraðað á rangan hátt, því þjóðarframleiðsla okkar er mikil og við eigum miklar auðlindir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.