21.10.2013 | 20:24
Bleikur snjór
Þessi mánuður er bleikur, ekki er um það að villast. Allt er bleikt sem hægt er að mála bleikt. Snjórinn sem féll í Reykjavík á dögunum var að sönnu ekki bleikur en þó svo væri ekki var eins og heimsendir væri kominn í fjölmiðlunum. 13 sentimetra snjór olli samgöngutruflunum og hvers kyns vandræðum enda enginn viðbúnaður gegn þvílíkum hamförum. En fyrir utan þennan snjó virðist svo sem flest sé bleikt í þessum meistaramánuði. Þegar allir setja sér takmörk um einhverjar betri og hollari lífsvenjur enda ekki seinna vænna áður en allt jólatilstandið byrjar. Reyndar eru jólin nú þegar komin í Rúmfatalagerinn og þau eiga sjálfsagt eftir að skjóta upp kollinum víðar næstu daga enda þegar farið að auglýsa jólahlaðborð, jólaföndur og hitt eða annað jóla. Jólasnjórinn verður ekki bleikur frekar en það að menn muni vinna bug á brjóstakrabbameini í framtíðinni.
En nú er spurt: "Verður marsmánuður blár að þessu sinni?"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.