Fjárlögin sungin og leikin.

Í huganum birtist bernskuminning.  Á skrifborðinu hans afa liggur bók með fjárrekstri á forsíðunni.  Þegar inn í bókina er gáð sést að hún inniheldur nótur og söngtexta við ýmis þekkt alþýðulög.  Söngbók þessi hefur manna á meðal gengið undir nafninu fjárlögin og verið einkar vinsæl.  Menn geta deilt um gæði tónsmíðanna í bók þessari en eitt er víst að ekki geta þær tónsmíðar talist mikið verri en fjárlög þau sem í dag eru sungin og leikin í gráleytu tónlistarhúsinu þarna við Austuvöll.  Raunar finnst mörgum tónlist þessi harla gamaldags og fölsk og útsetningar allar fátæklegar og einhæfar.  Lítið ber á nýsköpun, margt góðra mála slegið af en prófaðar eru ýmsar nýjungar, margar vafasamar eins og legugjöldin góðu, sem að vísu eru nokkrar horfur á að ekki muni nást í gegn, enda málið allt hið klaufalegasta.  Þá eru skattalækkanirnar sem boðaðar eru alveg sérstakur brandari, heilar 3894 krónur fyrir fólk með 770.000 í mánaðartekjur.  Hið hlálega er þó líklega þetta með 500 milljóna tekjuafgang.  Það er nú þegar vitað að þegar frumvarpið góða kemur til annarra umræðu verður strax kominn halli sem væntanlega mun ekki minnka við þriðju umræðu, þar sem þegar er vitað um örugg útgjöld sem ekki eru í frumvarpinu núna.  Reyndar rekur mann ekki minni til að fjárlög hafi nokkurn tímann verið afgreidd með jafn góðri niðurstöðu og þegar þau voru upphaflega lögð fram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband