Lög og líffræði.

Í morgun gaf að líta, sem aðalfyrirsögn í textavarpinu "Börn á bar á suðurnesjum".  Maður hrökk óþæginlega við hvort þarna væri verið að fjalla um einhverja foreldra sem hefðu verið með litlu afkvæmin sín inni á einhverjum bar þarna á suðurnesjunum, en þegar fréttin var lesin kom í ljós að þarna var um að ræða 16 og 17 ára unglinga sem kallaðir voru börn og auk þess einn 18 ára sem kallaður var maður.  Manni finnst þetta svoldið skondið að einstaklingur skuli vera barn þegar hann er 17 ára en þegar hann er orðinn 18 er hann allt í einu maður.  Þó í rauninni sé munurinn í raun enginn, báðir voru að brjóta lög með því að vera að drekka innan tvítugs og bareigandinn væntanlega líka með því að veita þeim.  En lögin kalla menn víst börn, þar til á miðnætti átjánda afmælisdagsins.  Maður er barn einni mínútu fyrir miðnætti, en maður einni mínútu eftir miðnætti. Þvílík breyting á tveimur mínútum!! 

Auðvitað hafa lögin ekkert með líffræði að gera heldur er hér um einhversskonar tæknilega útfærslu að ræða og í raun frekar óheppilegt að nota þarna orðið barn, þar sem í líffræði á hugtakið barn við um einstakling undir kynþroskaaldri.  Heppilegra væri td að nota orð eins og lögaldur, myndug aldur, ungmenni eða eitthvað slíkt orð sem ekki hefði neina beina líffræðilega skírskotun.  Við köllum fólk ekki endilega gamalmenni þó það byrji að taka ellilífeyri 67 ára að aldri og raunar held ég að það fólk sé ekkert endilega álitið gamalt á þeim aldri.  Lögin nota ákveðin orð sem þurfa ekki alltaf að vera rökrétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband