Á ríkisjötuna.

Sú frétt barst nú fyrir helgina að Gísli Marteinn Baldursson hefði ákveðið allt í einu að hætta í pólitík og fara í einhversskonar sjálfskipaða útlegð frá borgarmálunum, enda virðist sossem honum hafi ekki þótt málefni sín fá gott brautargengi innan flokksins.  Sjálfstæðismenn í borgarstjórn virðast engan áhuga hafa á því að vera skemmtilegir eins og Jón Gnarr, hvað þá að vera umhverfisvænir eða flugvallar andstæðingar.  Sem góðum og gegnum frjálshyggjumanni ber, þá lá leið hans beint á ríkisjötuna enda tuggan þar mun betri en sú sem einkageirinn ber fram.  Skjólið er hlýtt undir blágrænum fána menntamálaráðherra og Palla Magg en þó að sjálfstæðismenn hafi etv talið sig hafa losnað við einhver óþægindi við brottför Gísla Marteins, þá er ekki víst að af henni stafi eintómur gróði.  Ekki er ólíklegt að besti flokkurinn fái einhver óánægð íhaldsatkvæði í vor og ekkert öruggt að þátturinn hans Gísla Marteins verði eins heiðblár og ætla mætti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband