23.9.2013 | 20:37
Gnarrinn og utangarðsmennirnir.
Jón Gnarr er einn þekktasti grínari landsins og mörgum þótti það nokkurn veginn rökrétt framhald af öllu gríninu þegar hann mætti á BORGARVAKTINA. Segja má að Gnarrinn sé sossem hinn ágætasta fulltrúi síns byggðarlags, þó stundum verði honum dálítill fótaskortur á í hagsmunagæslunni. Nú á dögunum urðu nokkrar umræður um vanda útigangsmanna í borginni. Tók hann þátt í umræðu þessari, taldi vanda þennan að sjálfsögðu mikinn og nefndi meðal ástæðna hans að útigangsmennirnir leytuðu allir til Reykjavíkur, sama hvaðan þeir kæmu að á landinu, enda væri ekkert úrræði til fyrir útigangsmenn annarsstaðar en í Reykjavík. Vildi hann færa rök fyrir því að önnur sveitafélög tæku þátt í kosnaði þeim sem Reykjavík hefði af þessu. Nú skal þess getið að hér gætir svolítils misskilnings. Það eru enginn úrræði til fyrir útigangsmenn utan Reykjavíkur, vegna þess einfaldlega að þar eru nánast engir útigangsmenn til, jafnvel hér á Akureyri hafa tilraunir til að koma á fót stétt útigangsmanna ekki borið árangur. Til þess er bærinn allt of fámennur og félagsþjónustan líklega of góð. En etv ætlast Gnarrinn til að þjóðin borgi fyrir þann lúxus að eiga svona dásamlega höfuðborg, með alla sína leiki en ekkert brauð, enda engir peningar til að sinna félagsþjónustu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.