31.8.2013 | 21:01
Vonlaus vonarhátíð.
Trúarsöfnuðir landsins blása til uppákomu mikillar í Reykjavík í lok september. Er þjóðkirkjan meðal þeirra sem samþykkt hafa að taka þátt í samkundu þessari sem kennd er við vonina, þó svo manni sýnist í augnablikinu að hátíðin sé næsta vonlaus. Svo slysalega vill nefnilega til að einhverjir forsprakkar hátíðarinnar buðu hingað sem aðalstjörnu syni hins fræga predikara Billy Graham, sem af mörgum er talinn einskonar tákngervingur hinnar hægri sinnuðu kristni í vesturríkjum Bandaríkjanna, sem hvað skýrast hefur komið fram í svokallaðri teboðs hreyfingu innan republikana flokksins.
Piltungi þessi er hvað þekktastur hér á landi fyrir andúð sína á samkynhneygðum, sem ekki rímar alveg við boðun þjóðkirkjunnar og maður spyr sjálfan sig hvaða erindi þessi maður eigi á samkristilegri samkomu á Íslandi. Sú spurning vaknar hvort það hefði jafnvel ekki verið meira við hæfi að bjóða t.d páfanum, sem að sönnu hefur ekki lýst yfir samstöðu með samkynhneygðum en hefur að mörgu leyti sýnt gott fordæmi með því að fara eftir kenningu krists um einfaldleika og fátækt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.