7.8.2013 | 21:26
Veðurfréttir
Það hefur mikið verið spjallað og skrafað um veðrið í fjölmiðlum þetta sumarið. Fram eftir öllu lá drungi og rigning yfir fjölmiðlum landsins ásamt meðfylgjandi kulda og þunglyndi. Þjóðin þ.e.a.s Reykvíkingar ( samheiti yfir Íslendinga) var blaut í gegn, þ.e.a.s að sá hluti þjóðarinna sem ekki átti peninga til að fara til sólarlanda, en ekkert var talað um hina sem fóru norður og austur. Þetta var liðið sem ekki átti aur og þess vegna töldust það ekki menn með mönnum á nýja landinu. En allri rigningu slotar og allt í einu var rigningin horfin. Fólkið tók gleði sína og þegar kuldinn nánast gjöreyðilagi Eina með öllu um verslunarmannahelgina á Akureyri, sögðu fjölmiðlarnir fyrir sunnan allt að því....gott á Akureyringa, þeir eru búnir að hafa það svo gott. En verðufréttir þessa sumars eru skólabókardæmi um það hvernig miðstýrt og heimóttarleg íslensk fjölmiðlun er orðin, hvort sem það eru skattgreiðendur eða fyritækin sem hana kosta, þó í rauninni sé munurinn á þessu í sjálfu sér enginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.