7.8.2013 | 21:14
Hinseginn eða þannig.
Það er mikið hinseginn í fjölmiðlum þessa dagana og það svo að mönnum finnst stundum að hinseginn sé orðið allt að því hið venjulega, eða þannig. Þetta gerist alltaf einu sinni á ári, viku eftir verslunarmannahelgi þegar haldin er hátíð til heiðurs samkynhneigðum í Reykjavík. Nú spyr maður sjálfan sig hvort samkynhneigð sé ekki venjuleg nema eina viku á ári. Maður spyr sig hvort samkynhneigðir líti enn á sig sem eitthvað öðruvísi, vissulega eru þeir öðruvísi en aðrir, það eru líka fatlaðir, örvhentir, dvergvaxnir, akfeitir og þvengmjóir. Allt er þetta fólk einhvernveginn öðruvísi af Guð gert og samkynhneigðir eru það líka þó menn haldi að einhverju öðru máli gegni um samkynhneigða. Þess má þó geta að sumir hinna fyrrnefndu hafa þó mátt til skammst tíma þolað fordóma líkt og samkynhneigðir og etv. verður þess ekkert of langt að bíða að samkynhneigð verði álitin álíka eðlileg eins og t.d. sjóndepra eða þroskahömlun, sem er í raun miklu meira tálmandi fyrir fólk. Samkynhneigð er einfaldlega einhverskonar líffræðilegur eiginleiki sem enginn veit af hverju er sprottinn og verður ekki læknuð frekar en önnur mannsins hörmung, en samkynhneigðir verða þá líka sjálfir að líta í eigin barm og gerast fullir og eðlilegir þáttakendur í samfélagi án mismunar. Ekki dettur fötluðum manni í hug að koma út úr skápnum og auglýsa fötlun sína á götum og torgum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.