Hæfniskröfur Illuga.

Mörgum þykir amerískar sápuóperur ekkert sérlega merkilegt sjónvarpsefni, en þó eru þær vinsælar og sama serían gengur jafnvel árum og áratugum saman.  Ein svona syrpa hefur lengi gengið á stöð 2 og heitir The bold and the beautiful, eða eitthvað í áttina glaður og fallegur.  Þessa syrpu þýðir í verktöku kona ein sem píratarnir gerðu þá reginskyssu að velja sem sinn pólitíska vörð í stjórn ríkisútvarpsins.  Illugi sá þetta og honum varð það hverft við og heimtaði að rannsökuð yrði hæfni þessarar ágætu konu.  Auðvitað var voðinn vís að fara að hleypa einhverr gellu sem þýddi sápur hjá keppinautnum inn í sjálft musteri íslensku menningar.  Að sjálfsögðu hlýtur Illugi að eiga miklar þakkir skilið fyrir að hafa komið þarna íslenskri tungu og menningu til bjargar þegar svo harkalega var að henni vegið að einhverju útlensku píratahyski.  Vonandi mun honum áfram takast vel upp að kanna hæfni þeirra sem sinna munu menningarmálum þjóðarinnar.  Til Kollu Halldórs gerði hann engar hæfniskröfur, lögunum var einfaldlega breytt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband