1.7.2013 | 20:33
Furðuleg forgangsröðun.
Hún er svoldið furðuleg forgangsröðunin á blessuðu alþinginu núna. Menn eru hver í kapp við annan að samþykkja frumvörp sem annaðhvort rýra tekjur ríkissjóðs eða þá auka útgjöld hans. Allt á að gera fyrir hina betur settu, hinir mega éta það sem úti frýs. Menntamálaráðherra ásamt jábræðrum sínum hjá lánasjóði þrengir hag námsmanna en má þó varla vera að því svo mikið liggur á að koma Kollu Halldórs burt úr stjórn Ríkisútvarpsins. Nú skal það tekið fram að sá sem þetta ritar er ekki einn af einlægustu aðdáendum Kollu, hún var á sínum tíma einhver leiðinlegasti þingmaður sem um getur en um þekkingu hennar á menningarmálum þarf ekki að efast og því á hún fyllilega heima í stjórn Ríkisútvarpsins, amk miklu betur en það þingmanna lið sem ætlar sér að fara að stjórna því, vitanlega með það að leiðarljósi að koma því undir vökula stjórn Flokksins. Þeim nægir ekki bláskjárinn hans Ingva Hrafns heldur verða þeir einnig að sölsa undir sig eign almennings í landinu sem er Ríkisútvarpið. Ef þetta á að verða forgangsröðunin næstu 4 ár fer sennilega að harðna mjög á dalnum fyrir lýðræði og skoðunarmyndun í þessu landi, en brauð og leikir munu framreiddir fyrir auðstéttina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.