19.6.2013 | 22:07
Persónunjósnir
Persónunjósnir hafa nokkuð verið til umfjöllunar að undarförnu, ekki síst eftir uppljóstranir Snowdens um víðtækar hleranir Bandaríkjastjórnar á símum og tölvusamskiptum. Þessi Snowden sem Hanna Birna vill víst alls ekki sjá segir að sama eigi að gilda um hann og alla aðra fljóttamenn, en persónunjósnir hafa einnig komið svolítið til umræðu hér vegna frumvarps sem nú liggur fyrir alþingi þess efnis að Hagstofunni verði heimilað að afla upplýsinga um fjárhag, bæði heimila og fyrirtækja. Ekki er þó ljóst hvort þetta nái til allra skulda einstaklinga, til að mynda greiðslukortaskulda, en ljóst er að þá er komið ansi langt inn á svið einkalífs manna. Allt er þetta gott og blessað, en í öllu þessu máli verður fyrst og fremst að hafa í huga að fyllstu persónuverndar sé gætt. En það er eitt sem benda má á í þessu sambandi, hér á landi eru þessar fjárhagsupplýsingar til, einkafyrirtæki safnar þessum upplýsingum og afhentir fjármálafyrirtækjum, gott ef ekki gegn gjaldi. Segja má að þetta skítafyrirtæki Kredit info hagnist þannig á ógæfu annarra. Maður getur lent fyrir litlar sakir inn á svartan lista þar en það getur jafngilt fjárhagslegri bannfæringu í 5 ár. Áður en menn fara að huga að því að koma upp fjárhagsnjósnum hjá Hagstofunni ætti maður fyrst að gera gangskör á því að loka fyrir svona starfsemi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.