19.6.2013 | 21:40
Vanvirt þjóðhátíð
Það blæs ekki billega fyrir forsætisráðherranum okkar núna í upphafi ferils hans. Einn af föstum liðum hátíðarhalda á þjóðhátíðardaginn er ræða forsætisráðherra á Austurvelli. En að þessu sinni brá svo við að maður vissi ekki alveg hvort að forsætisráðherra var þarna að flytja þjóðhátíðarræðu eða ávarp við setningu flokkþings framsóknarflokksins. Þarna blönduðust saman ýmsar tilvitnanir í sigur Nordal um þjóðmenningu, skammir út í útlendinga og alþjóðastofnanir og lítt dulinn áróður fyrir stefnumálum framsóknarflokksins, örlítið kryddað fallegum setningum um hið bláa fagra Ísland með hvítum jöklum. Segja má að þessi ræða hafi að vissu leyti verið vanvirðing við þjóðhátíðina þar sem ekkert var sagt frá eigin brjósti um hin íslensku gildi, um hina sameiginlegu erfiðleika og hins sameiginlega krafts sem þjóðin býr yfir og auðvitað er ráðherrrann fyrir löngu búinn að gleyma því úr hvaða kjördæmi hann er kominn. Ekki er minnst einu orði á þá miklu ógn sem steðjar að bændum á norður og austurlandi vegna náttúruhamfara, verður þó að segjast að stærstu hagasmunir þjóðarinna liggja í því að að geta staðið saman gegn hinum illvígu náttúruöflum sem eru sjálfstæði hennar og fullveldi miklu hættulegri en öll heimsins evrópusambönd til samans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.