9.6.2013 | 14:39
Heimskan við stýrið
Heimskan er sest undir stýrið á þjóðarbílnum. Almennt er nú talið að konur séu betri bílstjórar en karlmenn, en óvíst er að slíkt eigi við um konukind þessa. Manni finnst það voðalega skrítið að forsætisráðherra okkar skuli ekki hafa meiri þekkingu á stjórnskipan landsins en raun ber vitni, eða fjármálaáðherra skuli ekki hafa meira vit á fjármálum en það að vita ekki að lægri skattar þýði minni tekjur eða hærri skatta annarsstaðar. Við getum sossem hugsað okkur að setja megi á hærra áfengis og tóbaksgjald í staðinn fyrir lækkum gistinóttagjaldsins, það er jú vissulega valkvæmt hvort að túristarnir kaupi sé áfengi og tóbak, hins vegar er það ekki valkvæmt hvort þeir vilji sofa eða ekki. En einhvernveginn finnst manni nú samt að vitlegast hefði verið td að létta af sköttum á innanlandsflugi og almenningssamgöngum. Það hlægilegasta er samt að menn ætla að auka útgjöldin á sama tíma og skattarnir eiga allir að lækka, þar á meðal veiðigjaldið. Norðfjarðargöng mega bíða en millistéttin þarf að fá aukinn kaupmátt til að eitthvað fáist upp í offjárfestingarnar í verslunarhúsnæði í Reykjavík.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.