Krónuvinafjélagið

Jæja, þá eru þeir búnir að bera fram eiturbrasið sitt Sigmundur Davíð og Bjarni, hráefni í þetta blágræna sull var sem kunnugt er keypt í verslun Krónunnar í Mosfellsbæ og rétturinn síðan borinn fram á Laugarvatni að gömlum og góðum framsóknarsið.  En frekar þykir manni nú sjálfstæðiskryddið í daufara lagi.  Reyndar má segja að þessi réttur sé svona frekar bragðlítill enda margt óljóst um innihaldið.  Jú það á einhvernveginn að  greiða skuldir heimilanna, einhverja skatta á að lækka og setja evrópumálin á ís, en mest virðist eiga að fara í nefndir, þær kváðu víst verða einar 19 og allir vita hvað það þýðir á íslensku, að skipa nefndir í málin.  Hinir sjálfskipuðu verðir íslensks þjóðernis og tungu hljóta jú að skilja það og þeim er nokkur vorkun.  Þeir átta sig nefnilega allt í einu á því að það eru engir peningar til.  Að sönnu heyrast þær raddir að það þurfi að prenta seðla til að efla loforðin en varla eru menninrnr svo vitlausir að ana útí slíkt.  Að öðru leyti er þessi stefnuyfirlýsing eitthvað ósköp venjulegt gamalsdags plagg, sannkallað krónuvinafélag enda ætlunin að hafa krónuna sem gjaldmiðil í nánustu framtíð og segja eins og alltaf er sagt....þetta reddast. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband