16.5.2013 | 16:59
Hvítar hamfarir
Þýskir eldri borgarar lentu í hremmingum á Fjarðarheiðinni í fyrradag, 13.maí. Ástæðan, rútan sem þeir voru í lenti þversum á þjóðveginum vegna hálku, mun vera komin sunnan úr evrópu á sléttum sumardekkjum. Þjóðverjunum er nokkur vorkun, menn eiga því ekki almennt að venjast, jafnvel hér á íslandinu að vetrarfærð sé á vegum þegar komið er fram í miðjan maí. En staðreyndin er sú að enn ríkir nánast vetur í heilu landshlutunum. Fé er enn á gjöf og blessuð litlu lömbin leika sér ekki enn í högunum sem víðast eru þaktir snjó og þar sem ekki er snjór er kal. Það stefnir í harðvindavor, hvítar hamfarir sem menn hafa ekki sem mjög kynnst hin síðari ár. Á meðan á þessu stendur sitja þeir kumpánar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben sveittir við að finna peninga til að létta á skuldum svokölluðu heimila, sem mörg hver að minnsta kosti eru í rauninni fyrirtæki þar sem forsvarsmennirnir notuðu stundum jafnvel mjólkurpeningana til að kaupa hlutabréf. Þessu fólki á nú að bjarga en menn gera sér ekki ljóst þá neyð sem ríkir hjá bændum á norðausturlandi. Það er óhjákvæmilegt að ríkið komi með myndarlegum hætti til hjálpar fórnarlömbum hinna hvítu harðinda, annars er viðbúið að blessuð heimilin í þéttbýlinu muni þjást sem aldrei fyrr vegna mikilla verðhækkana á landbúnaðarvörum sem að óbreyttu mun skella á með haustinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.