Rauðvínsmenning

Af því berast fréttir að mjög hafi dregið úr rauðvínsdrykkju Frakka. Ekki síst meðal yngri kynslóðarinnar, hins tölvuvædda ungdóms sem helst kvað hafa snúið sér að bandarísku ropvatni og djúsum.

Þetta eru mikil tíðindi því góður matur og góð vín hafa í flestra augum verið helsta ímynd Frakklands og í raun einskonar hornsteinn franskrar menningar. Þetta vekur mann til umhugsunar. Spurningin er hvort séreinkenni og menning einstakra þjóða sé að hverfa, verða að einu allsherjar tölvuvæddu heimsglundri. Einhverri allsherjar flatneskju sem einkennist af sérhyggju og tilbreytingarleysi. Vera kann að í framtíðinni verði í rauninni ekkert spennandi lengur að ferðast til útlanda því þjóðirnar verða svo líkar að við sjáum í raun ekki svo mikið nýtt eða öðruvísi.

En lífið kann að verða miklu einfaldara og hollara þegar allir eru farnir að drekka sama gosdrykkinn og sama blávatnið, lesa sama tölvupóstinn og horfa á sömu bíómyndina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband