Lífríki Lagarfljótsormsins

Fréttir berast af því að allt lífríki sé að deyja út í Lagarfljóti af völdum Kárahnjúkavirkjunar. Þetta vissu allir að myndi gerast en samt kemur það auðvitað öllum á óvart. Sumir héldu reyndar að hér væri um að ræða einhverja kosningabombu Vinstri grænna.

En auðvitað er hér mikil vá fyrir dyrum. Ef allt lífríki Lagarfljótsins er að þurrkast út þá hlýtur sjálfur Lagarfljótsormurinn þar með að hverfa. Heyrst hefur að við þessu hyggist Alcoa bregðast með því að búa til einn risastóran orm úr áli og setja í fljótið. Aðgerð í umhverfismálum sem ýmsir mættu taka sér til fyrirmyndar. 

Í umhverfismálum er svo sem ýmislegt að gerast. Þannig hefur frést að lífshættulegt sé fyrir fólk með veik lungu að vera á ferli í Reykjavík þegar logn er og heiðríkja. Og þegar vissar vindáttir blása bætist aska ofan á. Aska sem er enn á kreiki þótt eldgosin í Eyjafjallajökli séu löngu afstaðin. Og þegar við þetta bætist hrossakjöt sem verður nautakjöt, eða kjötbökur án kjöts þá er líklega í flest skjól fokið.

Meðan Grænlandsjökull bráðnar brenna verksmiðjur heimsins síðasta olíudropanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband