Stolnar fjaðrir

Svonefnd Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur komið á fót einhverju fyrirbæri sem kennt er við Norðurslóðir. Ekki er alveg ljóst um hvað þetta norðurslóðabras snýst en einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að þarna sé ef til vill verið að fara inn á verksvið þeirra Norðurslóðastofnana sem starfað hafa hér á Akureyri undanfarin ár og vakið hafa alþjóðaathygli. Maður spyr sig hvort þarna eigi að næla sér í eitthvert fjármagn sem til þessa hefur runnið hingað til Akureyrar.

Raunar er hér ekki neitt nýtt á ferðinni. Fyrir nokkrum árum þegar Háskólinn á Akureyri var settur á stofn hófst þar kennsla í sjávarútvegsfræðum, sú fyrsta á Íslandi. Einhverjum mánuðum síðar dúkkaði upp fyrirbæri sem nefnt var Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands og ef ég man rétt var Guðrún nokkur Pétursdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi af Kolkrabbaætt, eitthvað í fyrirsvari fyrir stofnun þessa sem ég veit ekki hvort enn er lifandi eða dauð.

Háskóli Íslands stefnir að því að verða einn af hundrað bestu háskólum á jörðinni í nánustu framtíð. Ef þetta á að verða mögulegt verður hann að gera betur en að skreyta sig þannig með stolnum fjöðrum. Þetta ætti hún Stína okkar háskólarektor að hafa hugfast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband