6.1.2013 | 21:34
Sigmundur á hvítum hesti
Riddari einn á hvítum hesti þeysir inn í kjördæmið með ógnarkrafti og ætlar heldur betur að láta til sín taka, færandi olíu í stríðum straumum og Guð má vita hvað handa sárþyrstu kjördæminu. Og jafnvel prestssonurinn hugljúfi bráðnar sem smér eftir að hafa reynt að berjast fram á síðustu stundu.
Svo furðulegt sem það er þá virðast menn finna hér bjargvætt einn mikinn. Einhverjar spár gefa maddömunni allt að 29% fylgi í kjördæminu sem er tvöfalt það fylgi sem henni er spáð á landsvísu. Við megum þó vita að þegar búið verður að fylla olíutunnurnar verða þær reistar á hvíta hestinn sem nú hefur reyndar breyst í húðarjálk og hann mun eyða síðustu kröftunum við það að bera olíutunnurnar suður yfir heiðar. Í fyrirtækin sem fjölskylda riddarans hugumstóra á fyrir sunnan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.