Stolinn alheimur

Hann Bubbi okkar Morteins er í dálitlum vandræðum þessa daganna, hið stóra ÉG ætlaði að gefa út jólaplötu og setja þar á gullfallegt lag eftir John Lennon, Across the univers við texta Þórarinns Eldjárns. Er texti þessi mjög vönduð og góð þýðing á texta Lennons og flutningur Bubba allur hinn ágætasti. Samt sem áður var útgáfa plötunnar stöðvuð, ástæðan var sú að aðstandendum hennar hafði láðst að fá leyfi þeirra sem með höfundarrétt fara. Einmitt þessa daganna er verið að herða mjög allar reglur varðandi notkun á höfundarrétti og verður það til dæmis framvegis afar erfitt fyrir íslenska tónlistarmenn að setja á plötur svokallaðar ábreiður, lög sem einhver annar hefur samið en með þýddum eða frumsömdum íslenskum texta. Það mun oft verða erfitt að fá slík leyfi og að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar nánast vonlaust ef til dæmis bítlalög eiga í hlut. Þó virðist Íslandsbanka líðast að nota bítlalag í auglýsingum sínum en hefur líklega þurft að punga út einhverjum milljónum fyrir og eru menn ekki að tala eitthvað um að rekstrarkostnaður banka sé mikill á Íslandi. En Bubbi á sjálfsagt engar milljónir enda lét hann útrásarvíkinga plata sig og þar af leiðandi er ekki líklegt að hann hafi miklil tækifæri til þess að stela þeim fallega alheimi John Lennon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband