28.10.2012 | 20:32
Ráðherrann bláeygði
Á þessum vettvangi hefur oft verið fjallað um blessaðan innanríkisráðherrann okkar og enn getur maður ekki orða bundist. Þannig er að í síðustu viku spunnust miklar umræður á milli hans og Sivjar Friðfinnsdóttur út af lögreglumálunum. Verið var að ræða frumvarp hans um skýrari lagaheimildir til handa lögreglu, varðandi símhleranir og aðra slíka vöktun í sambandi við rannsókn sakamála. Inn í þessar umræður blönduðust nefnilega þær hugmyndir sem komið hafa fram um að koma á svokölluðum forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu. Siv taldi mjög áríðandi að lögregla fengi þessar heimildir en innanríkisráðherra vildi fara varlegar í sakirnar. Taldi hann þessar heimildir óþarfar þar sem glæpamennirnir hefðu örugglega það góða samvisku að þeir færu ekki að brjóta af sér sem ekki væri fyrirsjáanlegt, eða svo mátti túlka orð hans. Hugsanlega er ráðherra svona ótrúlega bláeygður því það er eitthvað nýtt ef glæpamenn eru komnir með svona ríka samvisku. Vissulega má misnota þessar ofvirku heimildir og með þeim þörf að hafa með þeim sterkt og öflugt eftirlit en við verðum samt að bíta í það súra epli að glæpir þekkja ekki lengur nein landamæri. Þó að Ísland sé lítið land þá er það ríkt land og hér er eftir ýmsu að slægjast ekki síst ef lögreglan er vanbúinn að gegna skyldu sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.