25.10.2012 | 15:17
Rónana á Raufarhöfn
Nýjustu fréttir segja manni að það séu 179 útigangsmenn í Reykjavík. Menn sem í daglegu tali nefnast rónar og njóta ekki mikillar virðingar í samfélaginu þó margt sé þetta fólk sjúklingar og frekar aumkunarvert fólk. Á sama tíma hefur verið frá því sagt að allt sé á vonarvöl austur á Raufarhöfn og að þar séu nú húsin til sölu á spottprís.
Í þessum fréttum er svolítið samhengi. Af hverju dettur engum í hug að bjóða þeim rónum sem það vilja að flytjast austur á Raufarhöfn og búa í einhverjum af þessum verðlausu húsum, sem eru að minnsta kosti betri kostur en hriplek gistiskýlin í borginni? Þessu fólki mætti einnig veita einhverja fjármuni til að koma undir sig fótunum, til dæmis kaupa sér trillu með kvóta eða byrja ferðaþjónustu. Vafalaust myndu einhverjir geta reist sig við, ef slíkt væri í boði þó ef til vill væru einhverjir sem ekki væri við bjargandi.
En það er stundum eins og menn skorti hugmyndir þegar vandamálin hrannast upp.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.