Krossferðin Ögmundar

Hann Ögmundur okkar innanríkisráðherra er að hefja enn eina krossferð sína gegn öllum óvitum þessa lands, eina af mörgum sem hann hefur staðið í undanfarin ár. Það á að hækka bílprófsaldur, takmarka enn áfengisauglýsingar sem er beinlínis þráhyggja ráðherra og það á að á einn eða annan hátt að þrengja að réttindum ýmissa annarra en atvinnuglæpamanna en manni sýnist ráðherra og flokksmenn hans mjög varkárir  í málefnum þeirra.  Nýjasta  krossferð ráðherra í þessum dúr eru happdrættin. Vissulega er spilafíkn vandamál í þjóðfélaginu en ekki er líklegt að hugmundir Ögmundar um hömlur á starfsemi happdrætta verði til bóta frekar en aðrar þær hömlur sem hann er alltaf að rembast við að setja, og erfitt er að átta sig á því hvernig hann ætlar að loka fyrir fjárhættuspil á netinu. Manni skilst að norðmenn hafi eitthvað verið að reyna þetta með litlum árangri. Það vill nefnilega svo til að netið virðir ekki nein landamæri. Hugsanlega mætti eitthvað takmarka innheimtu erlendra spilafyrirtækja á Íslandi en sennilega væri besta leiðin eins og í öðru aukin fræðsla og jafnvel að ríkið komi sér upp einhverju svona fyrirtæki þannig að ágóðinn af þessari fíkn renni þó  til einhverra góðra mála í landinu. Forsárhyggjutilburðir innanríkisráðherra okkar virka einkennilega gamaldags á gervihnattaröld en virðast samt ganga í augun á alltof mörgum þingmönnum sem haldnir eru þeim misskilningi að þeir séu miklu vitrari og betri en háttvirtir kjósendur þeirra. Þeir öðlast þó sitt vit  á fjögra ára fresti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband