Nýtt lýðveldi

Næstkomandi laugardag gengur íslenska þjóðin að kjörborðinu og greiðir um það atkvæði hvort setja skuli landinu nýja stjórnarskrá samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs. Með öðrum orðum, hvort stofnað verði í rauninni nýtt lýðveldi á Íslandi í stað þess raunverulega bráðabirgðalýðveldis sem sett var á fót árið 1944.

Þessi atkvæðagreiðsla er í rauninni mjög merkileg svo og allur aðdragandi hennar þótt ýmsum þyki hún ómerkileg og ómerk. Og segja má að hin nýja stjórnarskrá sé að flestu leyti framfaraspor þótt á henni séu ennþá ýmsir ágallar sem Alþingi þarf að hafa vit á að lagfæra. Þannig orkar það til dæmis tvímælis að veita náttúrunni einhver mannréttindi og ef til vill er of lágur þröskuldurinn sem veittur er til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá eru spurningarnar sem spurt er sumar hverjar svolítið óljósar, til dæmis þetta með þjóðkirkjuna og svo þetta með jöfnun kosningaréttar. Réttlátara hefði verið að spyrja líka um það hvort færa skyldi meira vald til landshluta samfara jöfnun kosningaréttar. Öll ákvæði vantar um dreifræði í nýju stjórnarskrána og er það miður.

En sem fyrr segir þá eru þessi drög nokkur framfaraspor. Ekki er þó nóg að skipta um stjórnarskrá, það þarf einnig að skipta um hugarfar. Hverfa frá þetta reddast stefnunni til stefnu ábyrgðar og framsýni. En vel fer á því ef það skref sem stigið verður á laugardaginn endar á nýrri, nútímalegri og lýðræðislegri stjórnarskrá handa lýðveldinu Íslandi á sjötugsafmæli þess þann 17. júní 2014.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband