11.10.2012 | 15:22
Mannréttindi hér og þar
Á þessari stundu berst fjórtán ára stúlka fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Pakistan. Hún var særð alvarlegu skotsári af náungum sem ekki höfðu önnur rök gegn því að stúlkur gengju í skóla.
Við fyllumst auðvitað viðbjóði að menn skuli á þennan hátt misnota trúarbrögð. Það stendur örugglega hvergi í Koraninum að stúlkur sem óski sér menntunar eigi að deyja fyrir. Og þetta sýnir okkur að hinir svokölluðu Talibanar eiga sér engan þegnrétt í samfélagi þjóðanna.
En nú vaknar spurningin: Erum við Vesturlönd algjörlega saklaus hvað varðar mannréttindi? Jafnvel við Íslendingar getum ekki með öllu fríað okkur að þessu leyti. Hér hefur það gerst til dæmis að börn hafa verið tekin frá móður sinni með lögregluvaldi og flóttamönnum hefur verið hent út í óvissuna þegar sjálfur innanríkisráðherra treystir einhverjum erlendum stjórnvöldum.
Með lögum skal land byggja segir fornt spakmæli, en ofar lögum hljóta mannréttindi að teljast. Byssur geta ekki þaggað niður í sannleikanum, orðið mun alltaf sigra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.