Bjarnarflag í brennidepli

Í einhver ár hefur staðið til að virkja í Bjarnarflagi og gott ef ekki er búið nú þegar að virkja eitthvað þar. Sveitarstjórn hafði að ég held veitt framkvæmdaleyfi og til er einhver viljayfirlýsing ríkisstjórnar og heimamanna í Þingeyjarsýslu um iðnaðaruppbyggingu. Eitthvað mun vera byrjað að undirbúa þessar framkvæmdir þarna í Bjarnarflagi og enginn svo sem tekið mikið eftir því þegar allt í einu birtist frétt um það að einhverjir hafi eitthvað við þessa framkvæmd að athuga. Menn tala allt í einu um að framkvæmdirnar geti stefnt viðkvæmu lífríki Mývatns í hættu.

Það er merkilegt að menn skuli ekki hafa áttað sig á þessu fyrr, en fari nú allt í einu að reyna að stöðva framkvæmdirnar og fer þar hún Svandís okkar fremst í flokki. Nú er auðvelt að vera umhverfissinni og drekka sitt kaffi latte í 101. Mývatn er langt í burtu og því er allt í lagi að vernda það. En menn ættu stundum að líta sér nær. Hugsanlega er Reykjavík eitt versta náttúruslys Íslandssögunnar. Þarna er öllu saman safnað svo úr verður eitt hrikalegt umferðarkraðak með tilheyrandi mengun og enn á að bæta í með byggingu stórs landsspítala á sama svæðinu.

En umræðan um umhverfismál á Íslandi nær ekki til þess. Umræðan um umhverfismál á Íslandi fjallar í raun ekki um umhverfismál heldur um það að veita náttúrunni mannréttindi svo hún geti óhindrað haldið áfram að tefja fyrir lífskjarabata barnanna okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband