20.9.2012 | 15:40
Feilspor Guðbjarts
Uppákoman með Björn Zoëga hefur valdið miklum usla í þjóðlífinu síðasta hálfa mánuðinn. Guðbjartur okkar Hannesson sýndi þar glögglega hvaða merkingu hann leggur í orðið velferð þegar hann hækkaði laun mannsins, sem var með hátt á aðra milljón í laun fyrir, um hálfa milljón. Líklega hefði það munað miklu fyrir einstæða öryrkja að fá slíka hækkun en varla fyrir mann með á aðra milljón í mánaðarlaun sem maður skilur eiginlega ekki hvernig hefur tíma til að verja þessari milljón sinni. Og allt í einu varð allt þetta tal um jöfnuð í ríkisfjármálum, sem er nógu gott handa öryrkjunum, það á ekki lengur við þegar tekjurnar eru komnar yfir milljón. Þá þarf ekki að spara lengur.
En líklega hugsar Guðbjartur eitthvað á svipaðan hátt og forsetaframbjóðandi repúblikana sem telur alla bótaþega afætur og reyndar hálfa bandarísku þjóðina sem hann segir lifa á ríkinu. Guðbjartur varð samt, eftir heilan hálfan mánuð að bakka með ákvörðun sína vegna þess að enn er sterkt almenningsálit í landinu. En þetta feilspor hans varði þó í hálfan mánuð áður en það var afnumið. Og þetta feilspor á eftir að fylgja honum í komandi kosningabaráttu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.