17.9.2012 | 20:56
Örorka er lífsstíll
Að undanförnu hafa glumið í fjölmiðlum auglýsingar frá Öryrkjabandalaginu þess efnis að örorka sé hvorki val né lífsstíll. Vissulega má segja að örorka sé ekkert val, maður velur það varla að vera í ástandi sem hamlar manni að gera ýmsa einfalda hluti eins og þá að sjá, heyra eða ganga, eitthvað svona sem allir halda að sé eðlislægt hverjum manni.
Hitt er annað mál að auðvitað er örorka á vissan hátt lífsstíll. Það er auðvitað lífsstíll að hanga í hjólastólnum sínum, hlusta á hljóðbækur og leika boccia í frístundum. Margir öryrkjar geta ekki haft þann lífsstíl að hlaupa, synda eða elda grænmeti. Að þessu leyti er örorkan auðvitað lífsstíll að svo miklu leyti sem menn geta talað um lífsstíl í ýmsu samhengi en þetta orð finnst manni stundum vera frekar óljóst og jafnvel ofnotað. Að grenna sig eða að borða hollari mat er í sjálfu sér engin breyting á lífsstíl ef hann er að öðru leyti óbreyttur, til dæmis hvað varðar fínar innréttingar, ferðalög, veiðidellu og annað því um líkt. Sumt af þessum hlutum eru gæði sem margir öryrkjar geta ekki leyft sér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.