Endurtekning sögunnar

Segja má að þessa dagana eigi sér stað endurtekning sögunnar. Ögmundur innanríkisráðherra braut jafnréttislög á nákvæmlega sama hátt og hann hafði fordæmt Björn Bjarnarson fyrir að gera með því að að skipa karlmann í embætti sýslumanns á Húsavík í stað konu sem hafði samkvæmt úrskurði hæfnisnefndar jafn mikið ef ekki meira hæfi til að gegna þessu embætti og því ekki nein skynsamleg skýring á embættisveitingunni en sú að viðkomandi karlmaður hafi annað hvort flokksskírteini í vinstri grænum eða sé á einhvern hátt tengdur eða mægður innanríkisráðherra. Ögmundur hefur hér sýnt að svo ekki sé um villst að hann er kerfiskarl hinn mesti sem að maður hefði svo sem átt að vita  af öllum hans gerðum sem alltaf hafa verið neikvæðar og íhaldssamar, svo sem málefnum flóttamanna, staðgöngumæðrun eða málefnum erlendra fjárfestinga. Í mörgum þessara mála er stefna hans jafnvel enn íhaldssamari en stefna vinstri grænna svona yfirleitt. Sumar yfirlýsingar hans eru stundum ekki í takt við aðra í flokknum. Stundum finnst manni að Steingrímur sjálfur,sem er grútspældur eftir útspil Ögmundar, ætti að hafa á sig rögg og víkja Ögmundi úr ríkisstjórn. Það er pólitísk nauðsyn fyrir kvenfrelsisunnendur innan vinstri grænna að þessi karllægi smánarblettur verði þveginn af flokknum og Ögmundur látinn taka pokann sinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband