Keisarans skegg

Það er runnið af mönnum eftir sjómannadagshelgina en skipin liggja samt sem fastast við bryggjuna. Útgerðamennirnir neita að róa enda margir að verða búnir með kvótann sinn og ágætt að láta hann liggja í sjónum óveiddan meðan menn gefa ríkisstjórninni langt nef og skella sér í eitt stykki pólitískt verkbann. Á meðan þessu fer fram hanga menn á þingi og keppast við að ræða Keisarans skegg. Menn þusa fram og aftur um veiðileyfagjald en komast aldrei að kjarna málsins því hvernig tekjunum af veiðigjaldinu verði varið. Því miður þá er veiðigjaldsfrumvarpið því marki brennt að það gerir ráð fyrir skatti á landsbyggðina sem rennur til Reykjavíkur þar sem tekjunum af honum verður aftur dreift út á landsbyggðina eftir allskyns pólitískum leikreglum. Miklu nær hefði verið að hóflegt veiðigjald hefði runnið beint til landhlutanna með þeim tilmælum að þessum fjármunum yrði varið þar. Höfuð vandi sjávarútvegsins en nefnilega sá að hann hefur staðið fyrir hinni gífurlegu offjárfestingu í byggingarframkvæmdum og annarra fjárfestingu á reykjavíkursvæðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband